Erlent

Greip barn sem féll út um glugga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést Zabaat grípa litlu stúlkuna.
Hér sést Zabaat grípa litlu stúlkuna. Skjáskot/youtube

Alsírskur unglingur, hinn sautján ára Feuzi Zabaat, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann brást skjótt við og greip barn er það datt út um glugga á annarri hæð íbúðarhúss í Istanbúl.

Atvikið náðist á öryggismyndavél, þar sem Zabaat virðist taka eftir því að ekki er allt með felldu í glugganum. Hann gengur hægt upp að húsinu og grípur svo hina tveggja ára Doaha Muhammed.

Stúlkan, sem er sýrlensk, er sögð hafa dottið út um gluggann þegar mamma hennar var upptekin við eldamennsku. Svo virðist sem barninu hafi ekki orðið meint af fallinu, að öllum líkindum þökk sé skjótum viðbrögðum Zabaat.

Myndbandið má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.