Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2019 11:45 Rolluhópurinn góði. Instagram/Chris Burkard Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10