Lífið

Í beinni: WOW Cyclothon 2019

Ritstjórn skrifar
Keppendur hjóla hringveginn og enda við Hvaleyrarvatn í Hvalfirði.
Keppendur hjóla hringveginn og enda við Hvaleyrarvatn í Hvalfirði. FBL/Ernir

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012.

Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér.

Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar.

Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar.Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp.

Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.

 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.