Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 13:05 Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla og umræða um sykurskattinn hafi ekkert með útlit feitra að gera. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“ Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30