Innlent

Tveir alvarlega slasaðir við Hvolsvöll

Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Kort af vef Vegagerðarinnar
Kort af vef Vegagerðarinnar Skjáskot/Vegagerðin
Tveir eru taldir alvarlega slasaðir og sá þriðji minna slasaður, eftir að tveir bílar lentu saman rétt vestan við Hvolsvöll nú á sjötta tímanum.

Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands auk slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Rangárvallasýslu voru sendir á staðinn auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.

Beita þurfti klippum til þess að ná fólki úr bílnum en meiðsli þeirra liggja ekki fyrir. Fólkið var fært í sjúkrabíla sem flutti það á móts við þyrluna.

Í færslu lögreglunnar á Suðurlandi, sem sjá má hér að neðan, segir að tildrög séu ókunn en unnið sé að rannsókn.


Tengdar fréttir

Árekstur vestan við Hvolsvöll

Árekstur varð vestan við Hvolsvöll seinni partinn í dag, þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn. Veginum við Sólheima hefur af þeim sökum verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×