Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2019 19:54 Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira