Lífið

Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born

Andri Eysteinsson skrifar
Irina Shayk og Bradley Cooper á Golden Globe verðlaunahátíðinni fyrr á árinu
Irina Shayk og Bradley Cooper á Golden Globe verðlaunahátíðinni fyrr á árinu Getty/Daniele Venturelli

Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga.

Þótti ýmsum augljósir straumar vera á milli Cooper og Lady Gaga bæði í myndinni og þegar þau komu fram eftir frumsýningu myndarinnar. Hafa þau því verið orðuð hvort við annað eftir að greint var frá sambandsslitum Cooper og Shayk, sér í lagi þar sem að söngkonan sleit fyrr á árinu trúlofun sinni og Christian Carino.

People greinir frá því í dag að við undirbúning myndarinnar hafi Bradley Cooper og Irina Shayk fjarlægst hvort annað. Cooper hafi sérstaklega verið í sambandinu af hálfum hug á þeim tíma og einbeitti sér aðeins að listsköpun sinni.

Ekki hafi farið mikið fyrir sambandserfiðleikum parsins, sem á tveggja ára gamla dóttur, vegna þess hve vel þau hafi falið einkalíf sitt fyrir umheiminum. Lítið hafi bent til erfiðleikanna en í ræðu sinni á BAFTA verðlaunahátíðinni, þakkaði Cooper Shayk fyrir að hafa þolað sig á meðan hann reyndi að semja tónlist.

Heimildir People herma að eftir að þeytivindan í kringum myndina hætti að snúast hafi Cooper eytt hverjum degi með Shayk og dóttur sinni Leu en samband þeirra hafi einfaldlega ekki náð á sama stað aftur. Parið hafi varið tíma sínum of lengi án hvors annars.

„Ef hann var í LA var hún annars staðar og öfugt, líf þeirra eru algjörlega aðskilin“ segir heimildarmaður People.

Eftir að sambandsslit Cooper og Shayk komust í umræðuna hélt rússneska ofurfyrirsætan til Íslands þar sem hún vann að verkefni eins og fjallað hefur verið um.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.