Lífið

Irina Shayk mætt til Íslands eftir skilnaðinn við Cooper

Atli Ísleifsson skrifar
Irina Shayk er ein vinsælasta fyrirsæta heims.
Irina Shayk er ein vinsælasta fyrirsæta heims. Getty

Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk er nú stödd á Íslandi, en hún birti í dag mynd af sér á Instagram-síðu sinni þar sem sést til hennar í íslenskri náttúru.

Shayk birtir sömuleiðis nokkur myndskeið í „story“ þar sem sjá má ótilgreindan foss og lúpínu.

Hin 33 ára Shayk hefur verið mikið í fréttum síðustu daga vegna sambandsslita hennar og bandaríska leikarans Bradley Cooper. Þau tóku saman árið 2015 og eiga saman saman dótturina Lea De Seine. Á árunum 2010 til 2015 átti Shayk í ástarsambandi við portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo.

Shayk hefur birst í auglýsingum margra að stærstu tískuhúsum heims.

 
 
 
View this post on Instagram
.. @falconeriofficial
A post shared by irinashayk (@irinashayk) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.