Fótbolti

Ronaldo neitaði að tala um Ballon d'Or

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í leiknum gegn Hollandi.
Ronaldo í leiknum gegn Hollandi. vísir/getty

Cristiano Ronaldo hafði lítinn húmor fyrir því að svara spurningum blaðamanna um Ballon d'Or, Gullknöttinn, verðlaunin eftir sigur Portúgals í Þjóðadeildinni á sunnudag.

Portúgal vann 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum en eins og flest önnur ár á þessari öld berjast Ronaldo og Lionel Messi um Gullknöttinn í ár.

Messi hefur verið algjörlega magnaður á leiktíðinni og verður í eldlínunni með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni í sumar en Ronaldo var að vinna sinn annan bikar á leiktíðinni.

„Markmiðið fyrir leikinn var að vinna og spila vel,“ svaraði Portúgalinn er hann var aðspurður um hvort sigurinn í Þjóðadeildinni hafi fært hann nær sjötta Ballon d'Or titlinum.

„Nei, ég mun ekki tala um Ballon d'Or,“ svaraði hann svo er fjölmiðlar gengu á hann um að svara fyrri spurningum um verðlaunin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.