Fótbolti

Þjálfari Tyrkja sagði sitt lið þreytt en þó betra en Ísland

Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar
Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, ásamt túlki (til hægri) á blaðamannafundinum í kjallara Laugardalsvallar í kvöld.
Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, ásamt túlki (til hægri) á blaðamannafundinum í kjallara Laugardalsvallar í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi
Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að langt ferðalag hafi haft sitt að segja í 2-1 tapinu í Laugardalnum í kvöld í undankeppni EM 2020. Hans menn hafi verið þreyttir og Íslendingar gengið á lagið.

Gunes studdist við túlk sem þýddi svö þjálfarans yfir á ensku. Þjálfarinn vildi í fyrstu ekki ræða uppákomuna á Keflavíkurflugvelli en kom svo lítillega inn á hana í svörum sínum við spurningum tyrkneskra blaðamanna.

„Við sögðum í byrjun að Ísland væri aðalandstæðingur okkar. Það hefði verið betra að tapa gegn Frökkum og vinna Ísland,“ sagði Gunes eftir að blaðamenn rifjuðu upp orð hans að allt frá þremur til sex stigum gæti verið viðunandi niðurstaða úr leikjunum tveimur.

Hann talaði aðeins um „allt vesenið“ á leiðinni hingað til lands og þá stöðu að Ísland væri nú í bílstjórasætinu í baráttu þjóðanna um annað sætið í riðlinum. Þar gerðu þeir ráð fyrir að Frakkar myndu vinna riðilinn og gera enn.

„Okkar klúður var að tapa seinni boltanum og ná ekki stutta veggspilinu,“ sagði Gunes um spil Tyrkja.

„Við mættum þreyttir en vongóðir ef frá eru taldar fyrstu 30 mínúturnar þar sem við vorum taugaveiklaðir,“ sagði Gunes. Ísland væri hávaxið lið sem hefði nýtt sér hæðarmuninn og stress Tyrkja í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Hans menn hefðu sýnt trú og reynt að bæta leik sinn en ekki dugað til.

„Við erum betra lið,“ sagði Gunes sannfærður um gæði síns liðs sem á eftir að taka á móti Íslandi í seinni leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.