Fótbolti

Birkir: Örugglega fínn tímapunktur að fá þetta bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir í leiknum í kvöld
Birkir í leiknum í kvöld vísir/getty
Birkir Bjarnason verður í banni í næsta leik Íslands í undankeppni EM 2020 eftir að hann fékk gult spjald í 2-1 sigrinum á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld.Birkir var sáttur með frammistöðu Íslands í leiknum, en íslenska liðið átti frábæran leik, sérstaklega í fyrri hálfleik.„Við erum yfirleitt mjög góðir á móti Tyrkjum og við vorum það aftur í dag. Það er magnað að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum,“ sagði Birkir eftir leikinn„Það voru mjög margir sem voru að reyna að afskrifa okkur og við vildum sýna að við erum ennþá hérna og höfum rosalegan metnað. Frábært að geta klárað þennan leik og náð þremur stigum.“Birkir fékk gult spjald fyrir pirringsbrot seint í leiknum. Hann var búinn að fá gult áður í keppninni og er því í banni í næsta leik undankeppninnar, sem er heimaleikur við Moldóvu í september.„Það er mikið af þessu móti og þetta er örugglega fínn punktur að fá þetta á. En ég hefði kannski ekki átt að vera svona heitur á þessu augnabliki. Svona er þetta bara stundum,“ sagði Birkir Bjarnason.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.