Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar

Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldar að mati lögreglustjóra Vesturlands. Rætt verður við lögreglustjórann í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Við verðum einnig í beinni frá Vík í Mýrdal en þurrkur er farinn að valda skaða á Suðurlandi, hjá bændum, golfurum og öðrum.

Við fylgjumst með heimsókn Þýskalandsforseta til Íslands. Hann segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum, ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi.

Einnig segjum við frá faraldri lúsmýs sem óvægið bítur landann á suður- og vesturlandi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.