Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldar að mati lögreglustjóra Vesturlands. Rætt verður við lögreglustjórann í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Við verðum einnig í beinni frá Vík í Mýrdal en þurrkur er farinn að valda skaða á Suðurlandi, hjá bændum, golfurum og öðrum.

Við fylgjumst með heimsókn Þýskalandsforseta til Íslands. Hann segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum, ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi.

Einnig segjum við frá faraldri lúsmýs sem óvægið bítur landann á suður- og vesturlandi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×