Þriðjungur dómara á Íslandi er konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2019 06:15 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira