Steikin má vera rauð að innan Ari Brynjólfsson skrifar 13. júní 2019 09:11 Gen af eiturberandi E.coli fannst í þriðjungi sýna af lambakjöti. Lifandi baktería var í 16 prósentum sýna. Fréttablaðið/Stefán Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira