Steikin má vera rauð að innan Ari Brynjólfsson skrifar 13. júní 2019 09:11 Gen af eiturberandi E.coli fannst í þriðjungi sýna af lambakjöti. Lifandi baktería var í 16 prósentum sýna. Fréttablaðið/Stefán Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira