Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 20:00 Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn. Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ný umferðarlög voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk. Með nýjum umferðalögum hefur sú breyting orðið að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns er nú 0,2 prómíl en áður voru þau 0,5. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú sér það skýrt kveðið á um í lögum að áfengi og stjórn ökutækja fari ekki undir nokkrum kringumstæðum saman. „Í þessum nýjum lögum eru tekin af öll tvímæli um að það er bannað að keyra undir áhrifum og fólk getur alveg hætt að reikna hvort það muni mögulega sleppa með einn bjór eða eitt glas. Það er einfaldlega óheimilt að aka eftir að maður hefur neytt áfengis,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Björn Kristjánsson, starfsmaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað. Hann hefði þó viljað sjá mörkin lækkuð alveg niður í núll, enda sé tvöfalt meiri hætta á mistökum þegar leyfilegt áfengismagn í blóði er 0,2 prómíl. „Nú erum við komin á sama stað og Noregur og Svíþjóð til dæmis. Það urðu umtalsverðar breytingar hjá þeim og fækkun á banaslysum. Áfengi er annar orsakavaldur banaslysa á Íslandi í dag og það er til mikils að vinna að draga úr áfengisneyslu,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í nýjum umferðalögum var einnig tekið á aukinni svifryksmengun. Þar kemur fram að sveitarfélögum og vegagerðinni sé heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt gerist. „Það er auðvitað leiðinlegt ef grípa þarf til þess að stöðva umferð en við treystum auðvitað á að veghaldarar og sveitarfélögin geri allt sem í sínu valdi stendur til að binda ryk og þrífa götur áður en það þarf að fara í svona aðgerðir eins og að stöðva umferð eða draga úr henni með einhverjum takmörkunum,“ sagði Björn.
Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13. júní 2019 12:30