Voru aðeins 31% með boltann í besta hálfleiknum í langan tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2019 21:45 Íslendingar unnu sanngjarnan sigur á Tyrkjum á þriðjudaginn. vísir/daníel þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00