Innlent

Aldrei meiri samdráttur

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Flestir erlendir ferðamenn fara Gullna hringinn.
Flestir erlendir ferðamenn fara Gullna hringinn. Fréttablaðið/Eyþór
Samdráttur milli ára í fjölda ferðamanna hefur ekki verið jafnmikill frá upphafi mælinga sé litið til fjölda í maí á þessu ári í samanburði við maí í fyrra. Fjöldi ferðamanna í maí var rúmlega 111 þúsund og dróst saman um 24 prósent í maí samanborið við maí 2018, eða um tæplega 36 þúsund ferðamenn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Næstmesti samdráttur í fjölda ferðamanna innan sama mánaðar var í apríl síðastliðnum borið saman við apríl 2018, en þá fækkaði ferðamönnum um 25 þúsund og hlutfallsleg lækkun á milli ára var 19 prósentur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.