Kanada komið í 16-liða úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kanada er komið áfram
Kanada er komið áfram vísir/getty

Kanada tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta með tveggja marka sigri á Nýjá-Sjálandi.

Þær kanadísku höfðu mikla yfirburði í leiknum en náðu þó ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir þrettán skot að marki.

Strax í seinni hálfleik kom hins vegar fyrsta markið þegar Jessie Fleming skoraði á 48. mínútu.

Mörkunum rigndi ekki inn þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði kanadíska liðsins. Þær nýsjálensku voru ekki líklegar til þess að jafna leikinn og Nichelle Prince tryggði Kanada svo sigurinn á 79. mínútu.

Betsy Hassett, leikmaður KR í Pepsi Max deildinni, spilaði 85 mínútur fyrir Nýja-Sjáland í kvöld. 

Nýja-Sjáland er úr leik í E-riðli eins og Kamerún en Kanada og Holland eru komin áfram.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.