Innlent

Segja Merkel væntanlega til Íslands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Angela Merkel.
Angela Merkel. Vísir/EPA

Angela Merkel Þýskalandskanslari er væntanleg hingað til lands í ágúst. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum sínum.

Í frétt mbl af málinu kemur fram að til standi að Merkel verði viðstödd fund forsætisráðherra Norðurlandanna, en hann fer fram dagana 19. til 21. ágúst. Þar verði farið yfir málefni norðurslóða, en það er málaflokkur sem hefur verið kanslaranum hugleikinn að undanförnu.

Ef satt reynist verður þetta fyrsta Íslandsheimsókn Merkel frá því hún tók við kanslaraembættinu árið 2005.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.