Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 13:30 Frá æfingu slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld. Mynd/Ágúst Ágútsson Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53