Innlent

Fjallkonan í ár er Aldís Amah Hamilton

Andri Eysteinsson skrifar
Aldís Amah Hamilton er fjallkonan í ár.
Aldís Amah Hamilton er fjallkonan í ár. Mynd/Eyþór
Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Aldís Amah Hamilton.

Fjallkonan klæðist skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og við hann er forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl.

Aldís Amah las við hátíðardagskránna ljóðið Landið flokkar ekki fólk eftir Bubba Morthens.

Aldís útskrifaðist sem leikari árið 2016 og hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeare verkinu Óþelló sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, þá hefur Aldís einnig leikið hlutverk í sjónvarpsþáttaseríunni Fangar auk lítils hlutverks í Borgarstjóranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×