Innlent

Þúsundir heimsóttu þingið á þjóðhátíðardaginn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var einn þeirra þingmanna sem fræddu gesti og gangandi á opnu húsi Alþingis í gær.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var einn þeirra þingmanna sem fræddu gesti og gangandi á opnu húsi Alþingis í gær. vefur Alþingis

Alls komu 3160 gestir á opið hús í Alþingi í gær, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en húsið var opnað almenningi í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins.

Í frétt á vef Alþingis segir að stöðugur straumur hafi verið í gegnum húsið allt frá því að það var opnað klukkan tvö í gær og þar til lokað var klukkan sex.

Þingmenn og starfsfólk Alþingis stóðu vaktina og kynntu fyrir áhugasömu gestum sögu Alþingishússins og starfsemi þingsins.

Þingfundur hefst klukkan 13:30 í dag en engar fregnir hafa borist af samkomulagi um þinglok eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Miðflokksins við stjórnarflokkana fyrir helgi.

Alls eru tuttugu mál á dagskrá þingsins í dag og hefst fundurinn á kosningu eins aðalmanns í Ragnhildar Helgadóttur og eins varamanns í stað Ingibjargar Pálmadóttur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.