Fótbolti

Platini handtekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Platini er í vondum málum.
Platini er í vondum málum. vísir/getty
Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, var handtekinn í morgun í tengslum við þá ákvörðun að úthluta Katar HM 2022.Platini er sem stendur í fjögurra ára banni frá fótbolta sem hann var dæmdur í fyrir að þiggja mútugreiðslu frá Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA. Blatter var sjálfur dæmdur í átta ára bann frá fótbolta.Ákvörðunin að úthluta Katar HM 2022 þótti, og þykir enn, afar umdeild. Platini á að hafa hitt einn af hæstráðendum í katörskum fótbolta margoft í aðdraganda ákvörðunarinnar.Platini á líka að hafa hitt krónprinsinn í Katar, Hamad al-Thani, og þáverandi Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy, nokkrum dögum áður en atkvæði um hvar skyldi halda HM 2022 voru greidd.Platini var forseti UEFA á árunum 2007-15. Siðanefnd FIFA dæmdi hann upphaflega í átta ára bann, líkt og Blatter, en bann Frakkans var stytt um helming.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.