Sama áhætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2019 19:15 Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka. Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira
Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka.
Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30