Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 12:25 Ólafur Darri fer með hlutverk í myndinni. Skjáskot Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar. Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar.
Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30
Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30