Bíó og sjónvarp

Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Darri sést stuttlega í stiklunni.
Ólafur Darri sést stuttlega í stiklunni.

Stikla úr Netflix-myndinni Murder Mystery hefur litið dagsins ljós en þar má sjá Ólaf Darra Ólafsson í einu hlutverki en aðalleikarar myndarinnar eru stjörnurnar Adam Sandler og Jennifer Aniston.

Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing.

Fer myndin í spilun á Netflix í júní næstkomandi.

Er þetta í annað sinn sem Sandler og Anniston leiða saman hesta sína en þau léku saman í myndinni Just Go With It frá árinu 2011.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.