Fótbolti

Matthías skoraði en vandræðalegt tap Vålerenga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías er hann gekk í raðir Vålerenga.
Matthías er hann gekk í raðir Vålerenga. vísir/getty

Matthías Vilhjálmsson og félagar hans í Vålerenga er óvænt úr leik í norska bikarnum eftir 5-3 tap gegn Bærum í 32-liða úrslitum norska bikarsins.

Bærum, sem leikur úr þriðja efstu deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló út efstu deildarliðið en Vålerenga komst í 2-0 forystu. Þá fylgdu fjögur mörk í röð frá Bærum.

Matthías minnkaði muninn í 4-3 er rúmar stundarfjórðungur var eftir en nær komust þeir ekki og Bærum bætti við marki tíu mínútum fyrir leikslok.

Lillestrøm er einnig úr leik en þeir töpuðu 1-0 gegn B-deildarliðinu Strømmen. Sigurmarkið kom í upphafi síðari hálfleiks en Arnór Smárason kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Lilleström.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Viking Stavanger sem vann 2-1 sigur á Sandnes Ulf. Þeir eru því komnir í 16-liða úrslit bikarsins.

Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson eru úr leik eftir tap gegn efstu deildarliðinu Odd en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Viðar spilaði allan leikinn en Emil er á meiðslalistanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.