Innlent

Procar heldur starfsleyfinu

Sylvía Hall skrifar
Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.
Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ. Procar.is
Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. Í febrúar kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir. 

Þetta kemur fram í fréttum RÚV en lögreglurannsókn á málinu er komin til héraðssaksóknara sökum umfangs málsins að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, hafði áður sagt í viðtali við RÚV að bílaleigan yrði svipt leyfinu ef brotin reyndust jafn alvarleg og á horfðist. Í byrjun maímánaðar upplýsti svo Samgöngustofa forsvarsmenn Procar um niðurstöðuna þar sem tillögur bílaleigunnar um úrbætur voru taldar fullnægjandi og ekki yrði aðhafst frekar í málinu. 

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfarið var bílaleigunni vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Þá ákvað Bílgreinasambandið að ráðast í gerð ökutækjaskrá þar sem hægt væri að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis.


Tengdar fréttir

Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar

Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis.

Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla

Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.