Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júní 2019 08:00 Al Thani-mál æðstu stjórnenda Kaupþings var meðal fyrirferðarmestu sakamála hrunsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira