Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júní 2019 08:00 Al Thani-mál æðstu stjórnenda Kaupþings var meðal fyrirferðarmestu sakamála hrunsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira