Fótbolti

Viðar Örn: Gæti endað aftur í Rússlandi

Viðar Örn Kjartansson á Laugardalsvelli í morgun.
Viðar Örn Kjartansson á Laugardalsvelli í morgun. vísir/vilhelm
Framherjinn Viðar Örn Kjartansson er mættur í komandi landsliðsverkefni í flottu standi og sjálfstraustið í botni. Það hefur gengið vel hjá honum með Hammarby í Svíþjóð.„Mér líður mjög vel og fór aðallega þangað til þess að fá að spila. Það hefur gengið upp og sjálfstraustið orðið betra. Ég er í toppformi núna og það er frábært,“ sagði Viðar Örn léttur í sólinni í Laugardalnum í morgun.Selfyssingurinn er í láni hjá Hammarby en hann er enn samningsbundinn rússneska liðinu Rostov og á þrjú ár eftir af þeim samningi. Framtíðin er því óljós.„Það er erfitt að segja hvað gerist. Ég gæti endað hvar sem er og mögulega gæti ég spilað með Rostov. Þetta er allt undir þeim komið. Þeir vilja mögulega fá mig aftur.“

Klippa: Viðar Örn um framtíðina

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.