Vilja skipta umræðunum í tvennt Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. júní 2019 21:15 Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15