Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:34 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. Fréttablaðið/GVA Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna
Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55
Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15