Sterling brjálaður vegna tilkynningar um fyrirliðastöðuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Gareth Southgate og Raheem Sterling á blaðamannafundinum í gær vísir/getty Raheem Sterling er bálreiður umboðsfyrirtæki sínu eftir að það sendi frá sér tilkynningu um að hann yrði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum við Holland. Colossal Sports Management sendi frá sér tilkynningu seint á þriðjudag þess efnis að hinn 24 ára Sterling yrði með fyrirliðabandið þegar England mætir Hollandi í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildar UEFA. Sterling segist ekki vita hvað hafi staðið að baki tilkynningunni og er búinn að biðja Gareth Southgate landsliðsþjálfara afsökunar. „Ég vaknaði í morgun bálreiður. Ég hef ekki rætt við Gareth um fyrirliðabandið og ekki neinn á umboðsskrifstofunni svo þetta var mjög sérstakt,“ sagði Sterling á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég talaði við umboðsmanninn minn var að biðja Gareth afsökunar og sagði honum að ég vissi ekki hvaðan þetta hefði komið.“ Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og Jordan Henderson varafyrirliði. Þeir voru hins vegar báðir í eldlínunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta laugardag svo Gareth Southgate gæti vel hvílt þá báða í leiknum við Holland í kvöld. Gareth Southgate vildi ekki tjá sig um fyrirliðastöðuna á blaðamannafundinum þar sem hann vildi ekkert gefa upp um hvaða leikmenn spila leikinn. Það eina sem hann gat staðfest var að Sterling myndi spila. Leikur Englands og Hollands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Raheem Sterling er bálreiður umboðsfyrirtæki sínu eftir að það sendi frá sér tilkynningu um að hann yrði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum við Holland. Colossal Sports Management sendi frá sér tilkynningu seint á þriðjudag þess efnis að hinn 24 ára Sterling yrði með fyrirliðabandið þegar England mætir Hollandi í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildar UEFA. Sterling segist ekki vita hvað hafi staðið að baki tilkynningunni og er búinn að biðja Gareth Southgate landsliðsþjálfara afsökunar. „Ég vaknaði í morgun bálreiður. Ég hef ekki rætt við Gareth um fyrirliðabandið og ekki neinn á umboðsskrifstofunni svo þetta var mjög sérstakt,“ sagði Sterling á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég talaði við umboðsmanninn minn var að biðja Gareth afsökunar og sagði honum að ég vissi ekki hvaðan þetta hefði komið.“ Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og Jordan Henderson varafyrirliði. Þeir voru hins vegar báðir í eldlínunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta laugardag svo Gareth Southgate gæti vel hvílt þá báða í leiknum við Holland í kvöld. Gareth Southgate vildi ekki tjá sig um fyrirliðastöðuna á blaðamannafundinum þar sem hann vildi ekkert gefa upp um hvaða leikmenn spila leikinn. Það eina sem hann gat staðfest var að Sterling myndi spila. Leikur Englands og Hollands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira