Innlent

Rússinn sem spændi um Bjarnarflagið segir suma ekki geta lifað án þess að brjóta reglurnar

Andri Eysteinsson skrifar
Samfélagsmiðlastjarnan Sasha Tikhomirov heldur áfram að stuða.
Samfélagsmiðlastjarnan Sasha Tikhomirov heldur áfram að stuða. Instagram/SashaTikhomirov
„Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ þetta segir við Instagram-mynd rússnesku instagramstjörnunnar umdeildu, Alexander „Sasha“ Tikhomirov.

Tikhomirov var, eins og fjallað hefur verið um, ökumaður bifreiðar sem ekið var utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn og birti af sér mynd við bílinn þar sem hann var fastur. Mikið hefur verið fjallað um málið og hafa náttúruunnendur, íslenskir sem erlendir, látið Tikhomirov vita skoðun sína á Instagramsíðu kappans.

Tikhomirov, sem fékk 450 þúsund króna sekt fyrir athæfið, skildi lítið í köldum kveðjum Íslendinga en Tikhomirov, sem rekur fatamerkið Born to Be, lýsir lífsskoðunum sínum í texta við mynd sína og segir þar að án reglna væri meiri óreiða í heiminum og dánartíðni væri meiri en til væri fólk sem gæti ekki lifað án þess að brjóta reglur.

Texta þennan skrifar Tikhomirov við mynd af sér þar sem hann stekkur niður klett við Dyrhólaey á Suðurlandi.

Þá hafa ferðafélagarnir einnig verið á ferð um Reynisfjöru og Fjaðrárgljúfur.

Tikhomirov og ferðafélagar lögðu Suðurlandið undir fótInstagram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×