Innlent

Málþóf gæti eyðilagt Mývatnsferð

Aðalheiður Ámundadótttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn í Mývatnssveit um miðjan júní - að því gefnu að þingið hafi lokið störfum.

Sumarfundirnir eru haldnir á landsbyggðinni en í fyrra fundaði stjórnin á Snæfellsnesi og hitti við það tækifæri sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Sveitarfélögum á Eyþíngssvæðinu í nágrenni Mývatns hefur verið gert viðvart um fyrirhugaða komu stjórnarinnar.

Heimildir blaðsins herma að tvær grímur séu þegar farnar að renna á ráðherra í ríkisstjórn. Mögulega þurfi að blása fundinn af vegna tafa sem eru að verða áþinglokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.