Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 11:30 Hatari stillir sér upp á úrslitakvöldinu á laugardag, áður en þau fengu athugasemdaholskefluna yfir sig. Getty/Michael Campanella „Brennið í helvíti,“ „Nasistar“ og „Ég mun drepa ykkur“ er aðeins agnarsmár hluti þeirra svívirðinga sem liðsmenn Hatara sitja nú undir eftir framgöngu þeirra í Eurovision um helgina. Allt frá því að fjöllistahópurinn dró fram trefla með Palestínufánanum á úrslitakvöldinu hafa þúsundir athugasemda verið ritaðar við færslur á samfélagsmiðlareikningum sveitarinnar. Þetta er sérstaklega greinilegt á Instagram, þar sem meðlimir Hatara hafa verið duglegir að birta myndir af ævintýrum sínum í gegnum Eurovision-ferlið. Myndir þeirra hafa hver um sig fengið hundruð athugasemda þar sem ísraelskir og palestínskir fánar eru í fyrirrúmi. Tvær færslur frá Hatara hafa vakið langsamlega mest viðbrögð. Annars vegar mynd af Palestínufánanum sem birtist á opinberri Instagram-síðu sveitarinnar og hins vegar upptakan af því þegar ísraleskir öryggisverðir gerðu Palestínutreflana upptæka á úrslitakvöldinu. Samanlagt hafa rúmlega 63 þúsund athugasemdir verið ritaðar við færslurnar tvær, sem báðar birtust á laugardagskvöld. View this post on InstagramA post shared by HATARI (@hatari_official) on May 18, 2019 at 4:37pm PDT Netverjar hafa þó ekki takmarkað athugasemdir sínar við myndir sem Hatarar birtu eftir að þátttaka þeirra í Ísrael hófst. Hundruð athugasemda hafa jafnframt verið ritaðar við eldri færslur frá Hatarameðlimum sem tengjast jafnvel Eurovision ekki á nokkurn hátt. Fjandmenn sveitarinnar víla til að mynda ekki fyrir sér að draga fjölskyldur liðsmanna inn í deilurnar. „Það verður að drepa barnið með föður sínum í gasklefa og því næst brenna lík þeirra,“ ritar einn gerviaðgangur til að mynda á hebresku við mynd af dóttur Einars Hrafns Stefánssonar, trommara Hatara og Sólbjartar Sigurðardóttur, eins dansara sveitarinnar. Þrátt fyrir hótanir í þeirra garð og áhyggjur af viðtökum ísraelskra flugvallarstarfsmanna hefur heimferð sveitarinnar gengið samkvæmt áætlun í dag. Hatari komst klakklaust í flugið sitt frá Ben Gurion-flugvelli í morgun og er hópurinn nú staddur í Lundúnum þar sem beðið er eftir flugi áfram til Íslands. Gert er ráð fyrir að Hatari og fylgdarlið verði komin til landsins klukkan 23 í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Brennið í helvíti,“ „Nasistar“ og „Ég mun drepa ykkur“ er aðeins agnarsmár hluti þeirra svívirðinga sem liðsmenn Hatara sitja nú undir eftir framgöngu þeirra í Eurovision um helgina. Allt frá því að fjöllistahópurinn dró fram trefla með Palestínufánanum á úrslitakvöldinu hafa þúsundir athugasemda verið ritaðar við færslur á samfélagsmiðlareikningum sveitarinnar. Þetta er sérstaklega greinilegt á Instagram, þar sem meðlimir Hatara hafa verið duglegir að birta myndir af ævintýrum sínum í gegnum Eurovision-ferlið. Myndir þeirra hafa hver um sig fengið hundruð athugasemda þar sem ísraelskir og palestínskir fánar eru í fyrirrúmi. Tvær færslur frá Hatara hafa vakið langsamlega mest viðbrögð. Annars vegar mynd af Palestínufánanum sem birtist á opinberri Instagram-síðu sveitarinnar og hins vegar upptakan af því þegar ísraleskir öryggisverðir gerðu Palestínutreflana upptæka á úrslitakvöldinu. Samanlagt hafa rúmlega 63 þúsund athugasemdir verið ritaðar við færslurnar tvær, sem báðar birtust á laugardagskvöld. View this post on InstagramA post shared by HATARI (@hatari_official) on May 18, 2019 at 4:37pm PDT Netverjar hafa þó ekki takmarkað athugasemdir sínar við myndir sem Hatarar birtu eftir að þátttaka þeirra í Ísrael hófst. Hundruð athugasemda hafa jafnframt verið ritaðar við eldri færslur frá Hatarameðlimum sem tengjast jafnvel Eurovision ekki á nokkurn hátt. Fjandmenn sveitarinnar víla til að mynda ekki fyrir sér að draga fjölskyldur liðsmanna inn í deilurnar. „Það verður að drepa barnið með föður sínum í gasklefa og því næst brenna lík þeirra,“ ritar einn gerviaðgangur til að mynda á hebresku við mynd af dóttur Einars Hrafns Stefánssonar, trommara Hatara og Sólbjartar Sigurðardóttur, eins dansara sveitarinnar. Þrátt fyrir hótanir í þeirra garð og áhyggjur af viðtökum ísraelskra flugvallarstarfsmanna hefur heimferð sveitarinnar gengið samkvæmt áætlun í dag. Hatari komst klakklaust í flugið sitt frá Ben Gurion-flugvelli í morgun og er hópurinn nú staddur í Lundúnum þar sem beðið er eftir flugi áfram til Íslands. Gert er ráð fyrir að Hatari og fylgdarlið verði komin til landsins klukkan 23 í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42