Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 15:15 Fyrsti þristurinn, sem þjónar hópfluginu sem undanfari, í flaug frá Reykjavík í hádeginu til Skotlands. Vísir/Vilhelm. Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30