Innlent

Borgin bregðist ekki við athugasemdum

Ari Brynjólfsson skrifar
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
„Maður spyr sig hvers vegna það er ekki brugðist við, sérstaklega í ljósi þess að borgin er alltaf rekin í blússandi hagnaði. Fyrir mér virkar þetta eins og ferlið milli sviða sé ekki nægilega gott,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn Valgerðar kemur í ljós að umhverfis- og skipulagssvið hefur ekki brugðist við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins frá árinu 2018.

Í það minnsta er um að ræða 38 starfsstöðvar, 22 leikskóla á 26 starfsstöðvum og 12 grunnskóla. Athugasemdirnar geta verið margþættar, allt frá ábendingum til alvarlegra frávika. Valgerður segir næsta skref að óska eftir upplýsingum um hvaða skóla ræðir og hverjar athugasemdirnar eru.

Valgerður óskaði fyrr á árinu eftir sambærilegum upplýsingum um frístundaheimili á vegum borgarinnar. Þar kom í ljós að ekki var búið að bregðast við ábendingum.

Ekki náðist tali af Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem hún er í útlöndum. Samkvæmt Heilbrigðiseftirlitinu er farið í árlegar eftirlitsferðir, sendar eru ítrekanir þegar um er að ræða alvarlegar ábendingar og skoðað hvort gerðar hafi verið úrbætur í næstu heimsókn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×