Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 12:00 Ari Matthíasson segir sjálfsagt að íhuga það að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið. Vísir/Egill Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00