Lífið

Jessie J og Channing Tatum á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Jessie J og Channing Tatum í Bankastræti.
Jessie J og Channing Tatum í Bankastræti. Kristján Hjálmarsson
Parið Jessie J og Channing Tatum er statt á Íslandi. Svo virðist parið hafi komið hingað til lands í gær en þau sáust saman á búðarrápi í miðbæ Reykjavíkur í dag. 

Fór parið meðal annars inn í verslanir 66, Cintamani og Stellu í Bankastræti áður en það hélt göngu sinni áfram í átt að Austurstræti. 

Jessie J er bresk tónlistarkona sem hefur haldið tónleika hér á landi. Channing Tatum er bandarískur leikari sem hefur hlotið heimsfrægð fyrir leik í vinsælum kvikmyndum á borð við 21 Jump Street, Magic Mike og White House Down.

Þau byrjuðu saman á síðasta ári nokkrum mánuðum eftir að Tatum hafði skilið við eiginkonu sína Jennu Dewan til níu ára. 

Channing Tatum og Jessie J.Vísir/Getty

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×