Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. maí 2019 19:00 Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira