Erlent

Duterte styrkir stöðu sína

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Duterte forseti Filippseyja hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnum. Filippseyjar eiga sæti í mannréttindaráðinu.
Duterte forseti Filippseyja hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnum. Filippseyjar eiga sæti í mannréttindaráðinu. EPA/Rolex Dela Pena

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku.

Úrslit hafa verið kunngjörð og hafa samherjar hans á þingi landsins náð að styrkja stöðu sína verulega, ekki síst í öldungadeildinni, sem hingað til hefur stöðvað margar af hans umdeildari hugmyndum.

Sigurinn gefur honum nú mun meiri völd til að framkvæma stefnu sína en hann ætlar að breyta stjórnarskránni verulega og taka auk þess upp dauðarefsingar í landinu að nýju. Þá hefur hann einnig í hyggju að lækka sakhæfisaldur í 12 ár, auk þess sem hann vill auka sjálfstæði héraðsstjórna.

Allar þessar tillögur eru umdeildar en þó ekki gert ráð fyrir öðru en að þær verði samþykktar, þegar nýi meirihlutinn tekur formlega við völdum í júlí.

Þrátt fyrir að vera harðlega gagnrýndur fyrir hið blóðuga stríð gegn eiturlyfjum, þar sem þúsundir hafa verið teknar af lífi án dóms og laga, er Duterte afar vinsæll í landinu.

Á meðal þeirra sem náðu kjöri í öldungadeildina er fyrrverandi lögreglustjórinn Ronald dela Rosa, sem sagður er hafa staðið á bakvið eiturlyfjastríðið undanfarin misseri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.