Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 10:49 Joe Biden og Kim Jong Un. Vísir/AP Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira