Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2019 11:31 Þessi vél er árgerð 1942 og kallast The Spirit of Benovia. Bandaríski herinn notaði hana mikið í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð notuðu bandarísk stjórnvöld vélina meðal annars til að hjálpa kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til verkefna gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista á áttræðisaldri í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þrír þristar fóru raunar í loftið í morgun áleiðis til Prestvíkur í Skotlandi og áhöfn þess fjórða var nú á tólfta tímanum að undirbúa flugtak, sem búist var við að yrði um hádegisbil. Þá er vitað um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. Tveir þeirra koma frá Narsarsuaq og áætlar annar þeirra lendingu í Reykjavík klukkan 20.30 en hinn klukkan 21.50 í kvöld. Meiri óvissa ríkir um fjóra þrista sem staddir voru í Goose Bay í morgun og áætluðu að komast yfir til Grænlands í dag og svo áfram til Íslands í kvöld. Það skýrist væntanlega síðdegis hvort þeir muni ná til Reykjavíkur fyrir næturlokun vallarins klukkan 23 í kvöld, eða hvort þeim verði beint til Keflavíkur. Meðal þristanna sem héldu af landi brott í morgun var hinn sögufrægi „That's All, Brother", sem var forystuvél í innrásinni miklu í Normandí á D-deginum þann 6. júní 1944. Tilgangur þristaleiðangranna er einmitt að minnast þessa atburðar á 75 ára afmæli hans. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista á áttræðisaldri í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þrír þristar fóru raunar í loftið í morgun áleiðis til Prestvíkur í Skotlandi og áhöfn þess fjórða var nú á tólfta tímanum að undirbúa flugtak, sem búist var við að yrði um hádegisbil. Þá er vitað um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. Tveir þeirra koma frá Narsarsuaq og áætlar annar þeirra lendingu í Reykjavík klukkan 20.30 en hinn klukkan 21.50 í kvöld. Meiri óvissa ríkir um fjóra þrista sem staddir voru í Goose Bay í morgun og áætluðu að komast yfir til Grænlands í dag og svo áfram til Íslands í kvöld. Það skýrist væntanlega síðdegis hvort þeir muni ná til Reykjavíkur fyrir næturlokun vallarins klukkan 23 í kvöld, eða hvort þeim verði beint til Keflavíkur. Meðal þristanna sem héldu af landi brott í morgun var hinn sögufrægi „That's All, Brother", sem var forystuvél í innrásinni miklu í Normandí á D-deginum þann 6. júní 1944. Tilgangur þristaleiðangranna er einmitt að minnast þessa atburðar á 75 ára afmæli hans.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15