Innlent

Leiðir Strætó breytast á morgun

Kjartan Kjartansson skrifar
Breytingarnar hafa áhrif á nokkrar leiði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Breytingarnar hafa áhrif á nokkrar leiði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Vísir/Vilhelm

Sumaráætlun tekur gildi fyrir nokkrar leiðir Strætó í höfuðborginni og á landsbyggðinni á morgun. Nokkrar leiðir aka sjaldnar og hætta fyrr á sunnudagskvöldum.

Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að leiðir 18, 23 og 28 aki samkvæmt sumaráætlun frá og með morgundeginum og til 17. ágúst. Í stað þess að aka á fimmtán mínútna fresti á annatímum aka þær á þrjátíu mínútna fresti allan daginn.

Akstur á nokkrum leiðum hættir klukkustund fyrr á sunnudagskvöldum. Síðasta ferð dagsins fellur niður á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 12 (að Breiðhöfða), 15, 18 og 28 (í átt að Hamraborg).

Akstursleið leiðar 18 breytist lítillega við Vesturlandsveg. Í stað þess að aka beint á milli Vesturlandsvegar og Húsasmiðjunnar í Grafarholti liggur hún um Vínlandsleið, Krókháls og Grjótháls.

Breytingar á leið 18. Strætó

Á landsbyggðinni tekur sumaráætlun einnig gildi á nokkrum leiðum á morgun:

  • Tvær ferðir á dag milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði.

    Leið 52 ekur tvær ferðir á dag sem passa við ferðir Herjólfs.

    Leið 57 milli Akureyrar og Reykjavíkur ekur tvær ferðir alla daga, nema laugardaga.

    Fleiri ferðir á leiðum 58, 59 og 82 á Vesturlandi.

    Leið 56 milli Akureyrar og Egilsstaða ekur eina ferð á hverjum degi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.