Erlent

Jarðskjálfti af stærðinni átta skekur Perú

Heimir Már Pétursson skrifar
Frá miðborg Lima, höfuðborg Perú.
Frá miðborg Lima, höfuðborg Perú. Vísir/Getty

Öflugur jarðskjálfti að öllum líkindum allt að átta að stærð reið yfir norðanverðan miðhluta Perú í morgun. Bandaríska jarðvísindastofnunin segir skjálftann hafa átt upptök sín á um 114 kílómetra dýpi, um 80 kílómetra suðaustur af þorpinu Lagunas og um 98 kílómetra frá borginni Yurimaguas klukkan 2:42 að staðartíma í nótt.

Ekki hafa borist fréttir af manntjóni en eftir því sem upptök skjálfta eru nær yfirborði valda þeir meira tjóni. AP-fréttastofan segir að í höfuðborginni Lima hafi fólk hlaupið út úr húsum sínum af ótta við skjálftann. Rafmagni hefur slegið út í fjölda borga og þá hefur heyrst af því að gamlar byggingar hafi hrunið í Yurimanguas.

Að sögn Veðurstofu Íslands rugluðu bylgjur jarðskjálftans mæla hér á landi. Þeir sýndu af þessum sökum skjálfta upp á 3,6 utan við Akureyri.

Matrín Vizcarra, forseti Perú, biðlaði til landsmanna um að sýna stillingu. Yfirvöld væru að kanna ástandið á þeim svæðum þar sem áhrif skjálftans voru mest. Almannavarnir Perú áætla að skjálftinn hafi verið 7,2 að stærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.