Fótbolti

Hörður Björgvin og Arnór skoruðu báðir í lokaumferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór fagnar marki í búningi CSKA.
Arnór fagnar marki í búningi CSKA. vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir á skotskónum er CSKA Moskva vann 6-0 sigur á Krylya Sovetov Samara í rússnesku úrvalsdeildinni. Báðir spiluðu þeir allan leikinn.

Staðan var einungis 1-0 í hálfleik eftir mark frá Fedor Cholov en Hörður Björgvin opnaði markareikninginn í síðari hálfleik eftir stoðsendingu Arnórs.

Jaka Bijol skoraði þriðja markið áður en Arnór skoraði fjórða mark CSKA á 56. mínútu. Aftur var Chalov svo á ferðinni á 73. mínútu með öðru marki sínu og fimmta marki CSKA. Veislunni var ekki lokið því á 80. mínútu kom sjötta og síðasta markið.

CSKA er endar í fjórða sæti deildarinnar og leikur því í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en annað Íslendingalið, Krasnodar, fer í forkeppni Meistardaeildarinnar.

Krasnodar vann 1-0 sigur á Rubin Kazan í dag en Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum hjá Krasnodar sem endar í þriðja sætinu, fimm stigum á undan CSKA sem endar í því fjórða.

Þriðja Íslendingaliðið, Rostov, endar í ellefta sæti deildarinnar eftir 1-0 tap gegn Republican FC Akhmat Grozny í lokaumferðinni. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.