Sundriðið á nærbuxunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 19:15 Knöpunum og hestunum gekk mjög vel að sundríða í sjónum við Stokkseyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur Árborg Landbúnaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur
Árborg Landbúnaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira