Fótbolti

Viðar Ari á skotskónum í endurkomusigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Ari Jónsson
Viðar Ari Jónsson vísir/getty

Viðar Ari Jónsson var á skotskónum þegar Sandefjord lagði Strommen í norsku B-deildinni í fótbolta í dag. Viðar Ari jafnaði metin í 2-2 á 69.mínútu og skömmu síðar komst Sandefjord í 2-3 sem reyndust lokatölur leiksins. 

Á sama tíma gerði Íslendingalið Álasund markalaust jafntefli við Jerv en þeir Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson, Davíð Kristján Ólafsson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru allir í byrjunarliði Álasund.

Álasund og Sandefjord eru í tveimur efstu sætum deildarinnar eftir 9 umferðir og eru bæði taplaus.

Í norsku úrvalsdeildinni fékk Dagur Dan Þórhallsson ekki að spreyta sig þegar lið hans, Mjöndalen, steinlág fyrir Haugasund, 1-4.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.